Gamalt vélbyssuhreiður gert upp við Garðskaga
Nú stendur yfir fornleifauppgröftur í Garði á gömlu vélbyssuhreiðri síðan úr heimsstyrjöldinni síðari. Á árunum 1938-1942 var þarna staðsettur neyðarflugvöllur Breta og höfðu menn vitað af minjum sem þarna leyndust í nokkurn tíma. Sigurður M. Grétarsson sem er sérstakur áhugamaður um stríðsminjar á Íslandi kom þessu verkefni af stað í samvinnu við Sveitafélagið í Garði og Fornleifavernd ríkisins en Sigurður starfar fyrir þá stofnun.
Áætlað er að byggja hreiðrið í sína upprunalegu mynd og þá mun hún verða hluti af Byggðarsafni Garðskaga. Fleiri skotgrafir eru á svæðinu sem áætlað er að verði ráðist í að gera upp í framhaldinu. Hér má fylgjast með verkefninu á bloggsíðu sigurðar.