Gamalli kaupfélagsverslun breytt í íbúðir
Óskað hefur verið heimildar til að breyta verslunarrými við Faxabraut 27 í fjórar íbúðir, allar með sér inngang og bílastæði sem verða við Hringbraut. Beiðnin var tekin fyrir í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar í síðustu viku sem samþykkti að senda hana í grenndarkynningu og að meðeigendasamþykkis verði aflað í samræmi við lög um fjöleignarhús.
Í verslunarrýminu að Faxabraut 27 var síðast rekin gæludýraverslun en áður hafa verið þar m.a. myndbandaleiga, veitingastaður og svo kaupfélagsverslun í áratugi.