Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 1. nóvember 2001 kl. 11:22

Gámabíll valt við Rockville

Gámaflutningabíll með járnagám frá Hringrás valt við Rockville á Miðnesheiði um kl. sjö í morgun.Svo virðist sem gámurinn hafi verið rangt hlaðinn og þyngdarpunkturinn hátt í honum en bíllinn valt á hliðina í beygju. Ekki urðu slys á fólki en unnið er að því að koma bílnum aftur á hjólin. Ekki er ennþá ljóst hvort bíllinn hafi skemmst mikið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024