Gallery förðun brennur
Mikill eldur logar nú í verslunarhúsi Gallery förðunar við Hafnargötu í Keflavík. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna brunans. Mikinn reyk leggur frá brunastað og Hafnargötunni hefur verið lokað. Nánari frétta er að vænta innan skamms.






