Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gagnrýnir vinnubrögð vegna Motopark
Fimmtudagur 6. nóvember 2008 kl. 10:06

Gagnrýnir vinnubrögð vegna Motopark

Ólafur Thordarsen, bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ gagnrýnir mjög hvernig bæjaryfirvöld hafa staðið að verki vegna Motopark svæðisins. Þar hafa framkvæmdir legið niðri síðan Jarðvélar fóru í þrot og óvíst er um framhaldið. Ólafur segir að gengið hafi verið á svig við lög og reglur sem gilda um deiliskipulag og framkvæmdir, að því er fram kemur í bókun sem hann lagði fram vegna málsins á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn.

Ólafur hafði áður lagt fram formlega fyrirspurn vegna málsins til Umhvefis- og skipulagssviðs. Hann segir ljóst af svörum framkvæmdastjóra USK að þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir á svæðinu, sé ekki til gildandi deiliskipulag af því, sem þó sé samkvæmt skipulagslögum ein af grunnforsendum þess að heimilt sé að hefja framkvæmdir. Ekki nægi að vísa í aðalskipulag svæðisins þar sem það eigi ekki við samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.

Þá vísar Ólafur í  skipulagslög sem kveða á um að ekki sé heimilt að veita framkvæmdaleyfi, nema fyrir liggi samþykktar skipulagsáætlanir og úrskurður á umhverfisáhrifum. Hvorugt hafi verið til staðar þegar þær umfangsmiklu framkvæmdir sem þarna hafa farið fram hófust og „liggja reyndar ekki fyrir enn skv. þeim upplýsingum sem aflað hefur verið hjá Skipulagsstofnun,“ segir í bókun Ólafs.

Sjá fundargerð og bókun hér

Fyrirspurnir Ólafs og svör framkvæmdastjóra USK við þeim er hægt að nálgast í fundargerð hér



Mynd: Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykajnesbæjar, tók fyrstu skóflustunguna að Motopark. Farið var af krafti í framkvæmdir en síðan tók að halla undan fæti hjá verktakanum og framkvæmdir stöðvuðust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024