Gagnrýna vinnubrögð við uppsagnir slökkviliðsmanna
Deild slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna átelur harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við uppsagnir slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli.
17 slökkviliðsmönnum af 100 á Keflavíkurflugvelli hefur verið sagt upp störfum að undanförnu og kom fram hörð gagnrýni á fundi sem þeir héldu í gær. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að löggiltum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sé sagt upp en ófaglærðir starfsmenn haldi áfram störfum.
Í ályktuninni segir einnig að slík vinnubrögð væru ekki liðin annars staðar á Íslandi en þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir og beiðnir fulltrúa LSS hafi afstaða starfsmannahalds varnarliðsins ekkert breyst.
Vísað er í lög um hópuppsagnir en þar kemur fram að atvinnurekandi skuli tilgreina skriflega viðmiðanir sem til stendur að nota við val á starfsmönnum sem segja á upp.
„Starfsmannahaldið hefur kosið að hunsa þennan hluta laganna og þar með sett alla slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli í gíslingu,“ segir í ályktuninni. „Með þessháttar vinnubrögðum er grafið undan framtíð slökkviliðsmanna og starfsöryggi og óvissan um hvað taki við er algjör.“
Að lokum skorar deild LSS á Keflavíkurflugvelli á utanríkisráðherra að bregðast við og er þess krafist að þeirri óþolandi óvissu sem þeir búi við verði eytt. „Það hlýtur að vera sjálfsögð og eðlileg krafa á íslensk stjórnvöld að þau upplýsi starfsmenn á varnarsvæðinu um framtíð þess.“
17 slökkviliðsmönnum af 100 á Keflavíkurflugvelli hefur verið sagt upp störfum að undanförnu og kom fram hörð gagnrýni á fundi sem þeir héldu í gær. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að löggiltum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sé sagt upp en ófaglærðir starfsmenn haldi áfram störfum.
Í ályktuninni segir einnig að slík vinnubrögð væru ekki liðin annars staðar á Íslandi en þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir og beiðnir fulltrúa LSS hafi afstaða starfsmannahalds varnarliðsins ekkert breyst.
Vísað er í lög um hópuppsagnir en þar kemur fram að atvinnurekandi skuli tilgreina skriflega viðmiðanir sem til stendur að nota við val á starfsmönnum sem segja á upp.
„Starfsmannahaldið hefur kosið að hunsa þennan hluta laganna og þar með sett alla slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli í gíslingu,“ segir í ályktuninni. „Með þessháttar vinnubrögðum er grafið undan framtíð slökkviliðsmanna og starfsöryggi og óvissan um hvað taki við er algjör.“
Að lokum skorar deild LSS á Keflavíkurflugvelli á utanríkisráðherra að bregðast við og er þess krafist að þeirri óþolandi óvissu sem þeir búi við verði eytt. „Það hlýtur að vera sjálfsögð og eðlileg krafa á íslensk stjórnvöld að þau upplýsi starfsmenn á varnarsvæðinu um framtíð þess.“