Gagnrýna gagnábyrgð skulda
Kaupsamningur Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy kom fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar á fimmtudaginn. Eins og vænta mátti var hann samþykktur með atkvæðum meirihlutans gegn atkvæðum minnihlutans. Bæjarstjóra var falið að undirrita samninginn.
Minnihlutinn óskaði eftir umsögn endurskoðanda bæjarins á fyrirliggjandi gagnábyrgð skulda milli HS orku og HS veitna en A-listinn hefur m.a. gagnrýnt að félögin skuli vera ábyrgð fyrir skuldum hvors annars.