Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Gagnleg úttekt á rekstri Sandgerðisbæjar
Mánudagur 12. mars 2012 kl. 10:36

Gagnleg úttekt á rekstri Sandgerðisbæjar

- úttektinni fylgja skýrar tillögur um sparnað og hagræðingu.


„Úttekt á rekstri Sandgerðisbæjar og tillögur“, er heiti skýrslu sem unnin hefur verið fyrir bæjarstjórn Sandgerðisbæjar af Haraldi Líndal Haraldssyni hagfræðingi. Skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu Sandgerðisbæjar og í henni er að finna ítarlega umfjöllun um rekstur sveitarfélagsins og tillögur til að draga úr fjárhagsvanda bæjarfélagsins.

„Rekstur sveitarfélagsins er ágætur og vandinn snýst fyrst og fremst um miklar skuldir og skuldbindingar sem sveitarfélagið á erfitt með að standa undir“, segir Haraldur. Í skýrslunni koma m.a. fram tillögur um hvernig taka megi á skuldavandanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samstaða og einhugur ríkir í bæjarstjórn Sandgerðis um að taka á fjárhagsvanda sveitarfélagsins. „Við stöndum frammi fyrir tímabundnum erfiðleikum sem við þurfum að vinna úr og ég er sannfærð um að það tekst með góðri samvinnu og samstöðu“, segir Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri á heimasíðu bæjarins. Hún segir vinnuna með Haraldi hafa verið mjög gagnlega. Margar þeirra tillagna sem fram koma í skýrslunni hafi þegar verið teknar til greina við áætlanagerð og aðrar verði teknar til nánari umfjöllunar á næstunni í bæjarstjórn.