Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gagnaverið á Ásbrú í rekstur eftir fjóra mánuði
Þriðjudagur 27. september 2011 kl. 21:11

Gagnaverið á Ásbrú í rekstur eftir fjóra mánuði

Hlutirnir gerast núna hratt hjá gagnaveri Verne Global á Ásbrú. Breska fjarskiptafyrirtækið Colt mun flytja allan búnað í nýtt gagnaver til landsins í næsta mánuði og gert er ráð fyrir að gagnaverið verði orðið starfhæft eftir fjóra mánuði. Um er að ræða fyrsta kolefnisfría gagnaverið í heiminum. Nú er verið að safna saman þeim búnaði sem þarf í gagnaverið víðsvegar um Evrópu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýja gagnaverið sem Colt er að senda til landsins er sett saman úr 37 einingum, nokkurs konar gámaeiningum, og verður í raun eins og 500 fermetra tölvubygging inni í einu af vöruhúsunum á Ásbrú sem nú er unnið að því að breyta fyrir Verne Global.

Búnaðurinn frá Colt er í raun fullbúið gagnaver sem eingöngu þarf að stinga í samband við rafmagn og ljósleiðara. Þó ber að geta þess að netþjónarnir sjálfir koma frá öðrum aðila en búnaður Colt er einingar með aflgjafa, hitastýringum, loftræstingu, öryggiskerfum, eftirlitskerfum og öðru slíku.

Gagnaver þurfa annars vegar mikla orku og hins vegar mikla kælingu. Verne Global mun nýta endurnýtanlega orkugjafa á Íslandi til að keyra gagnaverið áfram og þá verður kalt loftslag á Íslandi notað til að kæla niður netþjónana.