Gagnaver skapi 200 ný störf
Samningar um uppbyggingu og rekstur alþjóðlegs gagnavers á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verða undirritaðir nú kl. 14. Reiknað er með að hluti starfseminnar hefjist síðar á þessu ári en eftir fjögur ár verði gagnaverið komið í fullan rekstur.
Að uppbyggingu fyrirtækisins standa Verne Holdings, sem er í eigu Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og bandarískt fjárfestingafélag að nafni General Catalyst. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja segja að á annað hundrað ný störf verði til á Suðurnesjum með tilkomu netþjónabúsins.
Í dag verða undirritaðir samningar við Landsvirkjun um raforkukaup, við Farice um lagningu nýs sæstrengs og loks við Þróunarfélag Keflavíkur um húsnæði.
Að uppbyggingu fyrirtækisins standa Verne Holdings, sem er í eigu Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og bandarískt fjárfestingafélag að nafni General Catalyst. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja segja að á annað hundrað ný störf verði til á Suðurnesjum með tilkomu netþjónabúsins.
Í dag verða undirritaðir samningar við Landsvirkjun um raforkukaup, við Farice um lagningu nýs sæstrengs og loks við Þróunarfélag Keflavíkur um húsnæði.