Gagnaver: Samið um skipulag 180 þúsund fermetra svæðis
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Isaac Kato hjá Verne Holdings,hafa undirritað samning um skipulag svæðis undir gagnaver að Ásbrú í Reykjanesbæ.
Samningurinn tryggir m.a. Reykjanesbæ 17 milljóna króna árlegar tekjur af fasteignagjöldum núverandi bygginga á umræddu svæði en um þreföldun við
fyrirhugaða stækkun bygginga, segir í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. Gagnaverið hefur fengið um 180 þúsund fermetra svæði til umráða að Ásbrú. Verne Holding mun sjá um frágang gatna innan umrædd svæðis, segir ennfremur í tilkynningunni.