Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gagnaver mun skapa 500 störf - gríðarlega mikilvægt fyrir atvinnulífið segir þingmaður Reykvíkinga
Mánudagur 18. janúar 2010 kl. 15:34

Gagnaver mun skapa 500 störf - gríðarlega mikilvægt fyrir atvinnulífið segir þingmaður Reykvíkinga


Ef gagnaver Verne Global verður að veruleika á Suðurnesjum yrði það veruleg innspýting í atvinnumál á Suðurnesjum. Í nýlegri skýrslu KPMG kemur fram að afleidd störf vegna gagnaversins gætu orðið um 330 til viðbótar við þau tvö hundruð störf sem verða til annars vegar á sjö ára byggingatíma og hins vegar í gagnaverinu sjálfu,“ segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Skúli reifar þessi mál í grein á pressan.is og segir jafnframt:
Hér er um að ræða hátæknistörf, einkum fyrir háskólamenntað fólk á sviði rafmagnsverkfræði, vélaverkfræði og upplýsingatækni auk starfa í byggingaiðnaði og til viðbótar kæmu svo afleidd störf af ýmsu tagi. Allt í allt má því segja að uppbygging gagnavers á Suðurnesjum myndi skapa ríflega 500 störf þegar allt er talið, á svæði þar sem um 1500 manns eru nú án atvinnu. Það er því mikið í húfi að verkefnið komist til framkvæmda.


Verulegar skatttekjur og tekjur af raforkusölu
Áætlanir Verne Global gera ráð fyrir því að skatttekjur fyrirtækisins til ríkis og sveitarfélaga á svæðinu muni nema um 14 milljörðum króna á þessum áratug í formi tekjuskatts fyrirtækisins og starfsfólks þess, fasteignagjalda og annarra gjalda. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirtækið kaupi raforku fyrir um 30-36 milljarða króna. Þá eru ótaldar tekjur innlendra fyrirtækja sem munu njóta góðs af viðskiptum við Verne þegar fram í sækir.


Wellcome Trust í ráðandi hlutverki
Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun upplýsti Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður Verne Holdings (móðurfélags Verne Global) að Wellcome Trust, góðgerðarsjóðurinn breski verði ráðandi aðili í verkefninu og muni fjármagna það héðan í frá. Hlutur fyrri hluthafa minnkar því verulega og má ætla að hann dragist saman um helming eða svo. Æskilegt væri að allar upplýsingar um samsetningu eigendahópsins lægju fyrir hið fyrsta en um þær ríkir trúnaður á þessu stigi máls. Wellcome Trust hefur tengsl við öfluga kaupendur gagnaversþjónustu m.a. í Bandaríkjunum og standa vonir til þess að með aðkomu sjóðsins opnist leið fyrir stóra viðskiptasamninga, því verkefnið stendur jú og fellur með því að samningar takist við þriðju aðila sem tilbúnir eru að kaupa þjónustu gagnaversins.

Greinin öll á pressunni hér.