Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu Velferðarsjóði Suðurnesja veglega gjöf
Sunnudagur 18. september 2011 kl. 12:43

Gáfu Velferðarsjóði Suðurnesja veglega gjöf

Aðstandendur tónleikanna, Með blik í auga sem slógu í gegn yfir Ljósanæturhelgina, afhentu í dag velferðarsjóði Suðurrnesja rausnarlega gjöf í Keflavíkurkirkju.

Þeir Kristján Jóhannsson og Arnór Vilbergsson sem stóðu að sýningunni afhentu ágóðann af aukasýningu tónleikanna, að andvirði 200 þúsund króna til Velferðarsjóðsins við messu nú í morgun. Borin var fram súpa eftir athöfnina og var dagurinn helgaður kærleiksþjónustu við kirkjur landsins. Hannes Friðriksson tók við gjöf þeirra félaga fyrir hönd sjóðsins og var afar þakklátur.

Fjölmennt var í kirkjunni og augljóst að veðrið aftraði fólki ekki að mæta til messu.



Myndir Eyþór Sæmundsson: Efst eru þeir Hannes, Kristján og Arnór og á neðri myndinni afhendir Kristján Hannesi ágóðann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024