Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu Þorbirni nýjan bát
Þriðjudagur 24. október 2006 kl. 10:58

Gáfu Þorbirni nýjan bát

Um síðustu helgi fagnaði Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur 50 ára afmæli sínu. Í tilefni af afmælinu færði S.V.G. Björgunarsveitinni Þorbirni nýjan slöngubát að gjöf en S.V.G. hefur stutt dyggilega við bakið á björgunarsveitinni í gegnum tíðina.

Hermann Magnús Sigurðsson færði sveitinni bátinn fyrir hönd félagsins. Sr. Elinborg Gísladóttir prestur Grindvíkinga vígði bátinn og gaf honum nafnið Hermann Sævar.

 

VF-mynd/ ÞGK

 

www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024