Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu teppi í hjálparstarf
Mánudagur 6. maí 2013 kl. 09:34

Gáfu teppi í hjálparstarf

Eldri borgarar í dagdvölinni á Nesvöllum afhentu á dögunum myndarlega gjöf til Suðurnesjadeildar Rauða kross Íslands. Afhent voru teppi sem hafa verið prjónuð á síðasta eina og hálfa árinu.

Það var Anna Karólína Gústafsdóttir sem afhenti teppin en Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður Suðurnesjadeildar RKÍ, tók við gjöfinni. Hún greindi jafnframt frá því að teppin fari í gám með hjálpargögnum sem sendur verður til Hvíta Rússlands en þar eru vetur mjög kaldir og því verða hlý teppi vel þegin.

VF-myndir: Hilmar Bragi


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024