Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu nýja dráttartaug
Miðvikudagur 1. mars 2006 kl. 16:43

Gáfu nýja dráttartaug

Árni Vikarsson, útgerðarmaður kom færandi hendi til Sandgerðis í dag er hann færði Björgunarbátasjóði Suðurnesja nýja dráttartaug sem fer í björgunarbátinn Hannes Þ. Hafstein. Kemur gjöfin sér vel þar sem kominn var tími til að endurnýja gömlu dráttartaugina. Verðmæti gjafarinnar nemur 250 þúsund krónum en taugin er 330 metrar að lengd. Gefendur eru Árni Vikarsson og veiðafærasalan Dímon ehf.

Á myndinni eru Sigurður Stefánsson, vélstjóri, Árni Vikarsson og Sigfús Magnússon, formaður Björgunarbátasjóðs, við afhendingu gjafarinnar í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024