Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu milljón í nafni Ölla
Frændsystkyni Ölla í Njarðvíkurbúningnum.
Föstudagur 20. júní 2014 kl. 15:44

Gáfu milljón í nafni Ölla

Minningarsjóður Ölla gaf í dag Fjölskylduhjálp Íslands eina milljón króna til að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.

Minningarsjóður Ölla var stofnaður haustið 2013 í kringum frumsýningu á heimildarmyndinni um Örlyg Aron Sturluson, einn allra efnilegasta körfuboltamann sem Ísland hefur átt. Ölli lék með meistaraliði Njarðvíkur og A-landsliði Íslands og var valinn fyrstur í lið í fyrsta Stjörnuleik Körfuknattleikssambands Íslands. Ölli lést af slysförum þann 16. janúar árið 2000, daginn eftir Stjörnuleikinn, aðeins 18 ára gamall. Lítil frændsystkini Ölla afhentu peningagjöfina en Fjölskylduhjálp Íslands þakkaði styrkinn sem á eftir að gleðja mörg börn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áætlað er að um 12.000 börn á Íslandi búi við fátækt. Þessi börn eru mun ólíklegri til að stunda íþróttir og eru almennt í mikilli hættu á að eingangrast félagslega. Á Facebook-síðu Minningarsjóðs Ölla er hægt að kaupa heimildarmyndina um Ölla á 1.500 krónur en allur ágóði rennur beint í Minningarsjóðinn. Einnig geta hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 hlaupið fyrir sjóðinn með því að skrá sig á hlaupastyrkur.is. Búið er að stofna hlaupahóp á Facebook sem telur um 200 manns en vonast er til þess að stór hluti þess fólks muni hlaupa fyrir málefnið.
Sjóðurinn tekur jafnframt á móti frjálsum framlögum en reikningsnúmer sjóðsins er 0322-26-021585, kt. 461113-1090.

Minningarsjóðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/minningarsjodurolla
Hlaupahópurinn á Facebook: https://www.facebook.com/groups/1381669902093168/?fref=ts
Heimildarmyndin á Facebook: https://www.facebook.com/7olli