Gáfu Krabbameinsfélagi Suðurnesja milljón
Oddfellowstúkan Steinunn afhenti á dögunum Krabbameinsfélagi Suðurnesja eina milljón króna til að styðja við starfsemi félagsins á Suðurnesjum.
Hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja er rekið umfangsmikið starf til að styðja við þá sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra.
Skrifstofa Krabbameinsfélags Suðurnesja er að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ (í húsi Rauða krossins) og er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12-16. Síminn er 421 6363 og vefslóð www.krabb.is/sudurnes. Á skrifstofunni er veitt ráðgjöf og hægt er að fá bæklinga og annað fræðsluefni sem tengist krabbameinum. Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur starfar hjá félaginu og hægt er að fá viðtalstíma hjá henni eftir þörfum. Á opnunartíma er alltaf kaffi á könnunni.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Rut Ragnarsdóttur og Ingibjörgu Jónu Jónsdóttur frá Oddfellowstúkunni Steinunni og þau Sigrúnu Ólafsdóttur og Guðmund Björnsson frá Krabbameinsfélagi Suðurnesja. VF-mynd: Hilmar Bragi