Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gáfu HSS tvær skutlur
Föstudagur 13. júlí 2018 kl. 06:00

Gáfu HSS tvær skutlur

Á dögunum færði stjórn Styrkrarfélags HSS stofnuninni tvær skutlur að gjöf. Skutlurnar eru af gerðinni Sara Stedy og létta mjög umönnun sjúklinga með skerta göngugetu. 
 
Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var stofnað árið 1975 og hefur tilgangur þess frá upphafi verið sá að efla áhuga almennings og stjórnvalda á sjúkrahúss- og heilbrigðismálum á Suðurnesjum. Félagið er þrýstiafl og hefur jafnframt styrkt HSS með fjölda gjafa sem keyptar hafa verið fyrir ágóða af fjáröflun, einkum í formi sölu minningarkorta.
 
Nú er einnig hægt að styrkja SHSS með því að hlaupa til styrktar félaginu og/eða heita á hlaupara sem það gera í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024