Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu HSS barnavog
Föstudagur 4. janúar 2008 kl. 10:17

Gáfu HSS barnavog

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk rausnalega gjöf á miðvikudaginn þegar þær Thelma Björk Jóhannesdóttir og Harpa Jóhannsdóttir búsettar í Reykjanesbæ færðu ungbarnavern HSS glænýja vog til að vigta börn. Vogin er sérframleidd af Marel og er einungis önnur slík sem er gerð.


Þær stöllur héldu sameiginlega upp á stórafmæli, 20 og 30 ára, en afþökkuðu gjafir og vísuðu þess í stað á söfnunarbauk til kaupa á vigtinni. Með gjöfinni hafði þær verið að reyna að sýna gott fordæmi.


Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, þakkaði kærlega fyrir gjafirnar og sagði gaman að finna hlýhug frá íbúum Suðurnesja. Þessi gjöf kæmi sér einkar vel þar sem verið væri að endurnýja tækjabúnað ungbarnaeftirlitsins.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024