Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu Hlévangi æfingahjól og lazerpenna
Föstudagur 1. maí 2015 kl. 18:24

Gáfu Hlévangi æfingahjól og lazerpenna

Tvær gjafir voru afhentar til Hlévangs í hátíðarhöldum 1. maí í Stapa í dag.  Þetta er annars vegar var afhent æfingahjól og hins vegar lazerpenni. Bæði tækin verða til staðar á Hlévangi.  

Gjafirnar eru frá verkalýðsfélögunum sem standa að hátíðarhöldunum í Stapa auk þess að Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis kemur að gjöfinni. verðmæti gjafanna er samanlagt um þrettán hundruð þúsund.

„Þessar tvær gjafir eru gefnar með mikilli gleði og þakklæti frá okkur, með von og vissu um að þau nýtist vel. Það er nefnilega þannig að flest allir sem á Hlévangi dvelja hafa verið í einhverju af þeim verkalýðsfélögum sem standa þessar gjöf sem við nú afhendum formlega hér í dag,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, þegar gjafirnar voru afhentar í dag.

Fulltrúi frá Hrafnistu, Sigurdís Reynisdóttir sjúkraþjálfari, tók við gjafabréfum fyrir tækjunum.

Kristján Gunnarsson og Sigurdís Reynisdóttir með gjafabréfin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024