Gáfu heilsugæslunni hægindastól
Kiwanisklúbburinn Hof gaf í dag hægindastól til Heilsugæslunnar í Grindavík. Sólveig Þórðardóttir hjúkrunarforstjóri þakkaði þeim félögum fyrir góða og þarfa gjöf. En fremur sagði hún að gjafir sem þessar væru heilsugæslustöðinni nauðsynlegar og að þessi stóll myndi koma sér sérstaklega vel fyrir mæður sem koma í ungbarnaeftirlit og þurfa að leggja börn sín á brjóst á meðan.
Þá væri nauðsynlegt að hafa alla aðstæðu sem þægilegasta þegar skynjarar væru settir á verðandi mæður. Enda getur það tekið dágóða stund að mæla hjartslátt og fylgjast með að allt sé eins og það á að vera.
Þrátt fyrir að Kiwanisklúbburinn Hof sé staðsettur í Garðinum eru nokkrir félagar þar innan sem eiga heima í Grindavík. Því vaknaði sú hugmynd innan klúbbsins að láta fleiri njóta góðs af starfi þeirra og var því haft samband við Sólveigu Þórðardóttur en það var hennar hugmynd að stóllinn góði yrði keyptur.
VF-mynd/Margrét