Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu Garðvangi lyftara
Miðvikudagur 30. maí 2012 kl. 08:47

Gáfu Garðvangi lyftara

Sonja Kristensen og fjölskylda færðu í síðustu viku hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði að gjöf lyftara og tilheyrandi segl til minningar um Jón Marinó Kristinsson. Jón Marinó var heimilismaður á Garðvangi um tíma og naut þar góðrar umönnunar sem fjölskyldan vildi þakka fyrir með þessum hætti.


Sonja sagði við afhendingu gjafarinnar að hún hafi kostað sem nemur mánaðarferð fyrir hana til Kanaríeyja og því hafi hún sleppt því þetta árið að skella sér til Kanarí og látið starfsfólk og heimilisfólk á Garðvangi njóta frekar gjafarinnar en lyftarinn sem gefinn var til Garðvangs mun auðvelda mjög alla vinnu, t.a.m. þegar heimilismenn falla í gólfið og hjálpa þarf þeim á fætur á ný.


VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024