Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gáfu Byggðasafni Reykjanesbæjar slökkviliðsbíl og fleiri muni af Keflavíkurflugvelli
Fimmtudagur 17. mars 2011 kl. 09:28

Gáfu Byggðasafni Reykjanesbæjar slökkviliðsbíl og fleiri muni af Keflavíkurflugvelli

Á Safnahelgi á Suðurnesjum sem haldin var 12. til 13. mars  færðu áhugamenn um sögu slökkviliðs Keflavíkurflugvallar Byggðasafni Reykjanesbæjar gott safn gripa. Til dæmis slökkviliðsbíl, froðubyssur, skilti, loggbækur og verðlaunagripi, svo fátt eitt sé nefnt. Afhendingin fór fram í sýningarsal safnsins í Duushúsum. Aðalhvatamenn þessa átaks voru þeir Tómas Knútsson og Ólafur Eggertsson. Þetta er mikill fengur fyrir safnið og ekki síður sá mikli velvilji og áhugi sem fylgir þessum mönnum og hvetur safnið mjög til að hlúa að varðveislu þessarar merkilegu sögu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á myndinni eru nokkrir núverandi og fyrrverandi slökkviliðsmenn sem voru viðstaddir (frá vinstri) Tómas Knútsson, Skafti Þórisson, Ástvaldur Eiríksson Guðmundur  Pétursson og Ólafur Eggertsson. Ljósmyndina tók Ásbjörn Eggertsson.