Gáfu bekk í minningu Ólafs og Hallberu
Í gær þann 5. ágúst voru liðin 100 ár frá fæðingu Ólafs A. Þorsteinssonar. Ólafur var einn af hvatamönnum þess að stofnað yrði Byggðasafn Keflavíkur og ötull baráttumaður fyrir vexti og þróun safnsins sem nú heitir það Byggðasafn Reykjanesbæjar. Í gær komu saman afkomendur Ólafs og Hallberu konu hans til þess að afhenda bænum bekk merktan þeim hjónum, gestum og gangandi til þæginda.
Ólafur var borinn og barnfæddur Keflvíkingur, sonur Þorsteins Þorvarðarsonar og Bjargar Arinbjarnardóttur í Þorvarðarhúsi sem er elsta íbúðarhús Keflavíkur sem enn stendur. Ólafur tók virkan þátt í félagsstarfi og einnig lagði hann bæjarmálum lið. Hann var Ólafur hafði mikinn áhuga á ljósmyndum og eru fjöldi mikilvægra mynda fyrir sögu samfélagsins sem hann safnaði í Byggðasafninu.