Gáfu bátasafninu bátalíkön
Nýverið bættust 5 Suðurnesjaskip í bátaflota Bátasafns Gríms Karlssonar í Duushúsum. Gefendur voru félagar úr röðum Bátafélagsmanna.
Síðastaliðna sjómannadagshelgi var sérstök sýning á vegum Bátafélagsmanna í Duushúsum á bátalíkönum af u.þ.b. 30 Suðurnesjabátum. Líkönin voru í eigu ýmissa aðila og mátti þar sjá marga af þekktustu bátum Suðurnesjaflotans.
Við þetta tækifæri voru Bátasafninu afhent 5 líkön til eignar. Á myndinni má sjá gefendur, talið frá vinstri: Gunnlaugur Karlsson, Guðmunda Sumarliðadóttir, Kristín Torfadóttir, Alexander Vilmarsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Líkönin sem gefin voru eru:
Vonin I Gunnlaugur Karlsson, Guðmunda Sumarliðadóttir
Vonin II Gunnlaugur Karlsson, Guðmunda Sumarliðadóttir
Hilmir KE 7 Friðrik Sigurbjörnsson
Hilmir 2. KE 8 Alexander Vilmarsson
Árni Geir KE 31 Brynjar Vilmundarson, Kristín Torfadóttir
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.