Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu Barnaspítala Hringsins fimm spjaldtölvur
Sunnudagur 29. desember 2013 kl. 15:29

Gáfu Barnaspítala Hringsins fimm spjaldtölvur

Sigurður Ingvarsson og Kristín Guðmundsdóttir komu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins nú eftir jólin. Þangað mættu þau ásamt fjölskyldum sínum og gáfu fimm Fujitsu spjaldtölvur.

Gjöfin er afhent til minningar um Sigurð son þeirra sem lést 1985, aðeins 15 ára gamall. Þau hjónin hafa árlega afhent gjafir í minningu sonarins en Sigurður Ingvarsson hefur séð um að tengja jólaljósin í kirkjugarðinum að Útskálum og er tengigjaldið ávallt notað í gott málefni sem þetta.

Myndin var tekin þegar gjafirnar voru afhentar nú eftir jólin.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024