Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu 2,2 milljónir til líknarmála
Miðvikudagur 30. nóvember 2011 kl. 18:07

Gáfu 2,2 milljónir til líknarmála

Hafin er hin árlega fjáröflun Lionessuklúbbs Keflavíkur með sölu á hinum vinsælu sælgætiskrönsum. Verða þeir skreyttir íslensku konfekti í ár frá Freyju og Nóa Síríus.

Síðastliðið ár gaf Lionessuklúbbur Keflavíkur 2,2 milljónir til velferðarmála og viljum við þakka Suðurnesjamönnum enn og aftur frábærar móttökur. Eins þökkum við Rauðakrossdeild Suðurnesja kærlega fyrir afnot af húsnæði í ár. Lionessur eru þegar farnar að bjóða kransana til sölu og reynum við að ná til sem flestra. Einnig er hægt að hringja í síma 898-9790 Hulda, 895-1299 Unna og 844-7057 Hanna.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024