Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáfu 100 þúsund til Rauða krossins
Mánudagur 10. janúar 2005 kl. 16:00

Gáfu 100 þúsund til Rauða krossins

Lögreglufélag Suðurnesja á Keflavíkurflugvelli hefur ákveðið að gefa 100 þúsund krónur í söfnun Rauða Krossins vegna hamfaranna í Suður Asíu. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi félagsins 31. desember sl.
Guðjón St. Garðarsson varaformaður Lögreglufélags Suðurnesja á Keflavíkurflugvelli segir að það sé von félagsmanna að önnur aðildarfélög innan Landssambands lögreglumanna geri slíkt hið sama. „Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessari söfnun. Það er gott til þess að hugsa að byrja nýtt ár með því að láta smá fé af hendi rakna til þeirra sem hafa misst allt sitt í þeim hörmulegu náttúruhamförum í S-Asíu á öðrum degi jóla.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024