Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gaf tvær milljónir króna til Krabbameinsfélags Suðurnesja
Sigurður Wium Árnason og Hannes Friðriksson. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Miðvikudagur 31. október 2018 kl. 11:47

Gaf tvær milljónir króna til Krabbameinsfélags Suðurnesja

Sigurður Wium Árnason kom færandi hendi til Krabbameinsfélags Suðurnesja í gær. Hann færði félaginu tvær milljónir króna að gjöf til minn­ing­ar um konu hans Auði Bertu Sveins­dótt­ur, og son þeirra, Svein Wium Sigurðsson, sem bæði létust úr krabbameini fyrir mörgum árum. Þetta er í annað sinn sem hann gefur Krabbameinsfélagi Suðurnesja svona stóra gjöf. Sigurður hefur einnig gefið stórar gjafir til D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í gegnum tíðina.
 
 
Það var Hannes Friðriksson, formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, sem tók við gjöfinni. Hannes komst þannig að orði þegar hann þakkaði Sigurði að „Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig“ og vísaði þar í þekktan texta Rúnars Júlíussonar.
 
Sigurður Wium er hvunndagshetja með stórt hjarta en Víkurfréttir útnefndu hann Suðurnesjamann ársins 2008 fyrir þá velvild sem hann sýnir samfélagi sínu.
 
„Sig­urður er full­trúi þess fólks sem finn­ur hjá sér þörf til að láta gott af sér leiða í sam­fé­lag­inu. Ein­mitt núna, í bruna­rúst­um græðgi­svæðing­ar­inn­ar, þarf sam­fé­lagið hvað mest á ein­stak­ling­um eins og Sig­urði að halda, fólki sem vill gera sam­fé­lagið betra og upp­hefja ný gildi og nýj­an hugs­un­ar­hátt þar sem sam­kennd og ná­ungakær­leik­ur fær meira vægi,“ sagði í umsögn Víkurfrétta þegar Sigurður Wium var valinn maður ársins fyrir áratug síðan.
 
Gjöf­in til Krabbameinsfélags Suðurnesja var til minn­ing­ar um konu hans Auði Bertu Sveins­dótt­ur, og son þeirra, Svein Wium Sigurðsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024