GAF MILLJÓN TIL SJÚKRAHÚSSINS
Ólafur Helgason færði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eina milljón króna að gjöf á dögunum. Peningarnir eru ætlaðir til tækjakaupa en gjöfin er gefin í minnningu eiginkonu hans, Sigurjónu Guðmundsdóttur, sem lést þann 16. desember fyrir fjórum árum síðan. „Ég vona að gjöfin nýtist vel og verði þeim til gæfu sem á þurfa að halda“, sagði Ólafur að þessu tilefni.Á myndinni eru Ólafur Helgason, Jóhann Einvarðsson og Erna Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri.