Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gætu orðið auknar tafir á flugi til Bandaríkjanna
Föstudagur 7. júlí 2017 kl. 08:40

Gætu orðið auknar tafir á flugi til Bandaríkjanna

-Rafbúnaður farþega verður skoðaður betur á Keflavíkurflugvelli

Bandarísk stjórnvöld hafa boðað breytingar á flugverndarráðstöfunum og munu aðgerðirnar hafa áhrif víða um heim og þar á meðal á Keflavíkurflugvöll. Í breytingunum felast auknar kröfur um flugvernd á þeim flugvelli sem er síðasti viðkomustaður fyrir flug til Bandaríkjanna.

Kröfur um aukið öryggi munu m.a. koma fram í því að kannaður verður betur en áður rafbúnaður sem farþegar hafa meðferðis um borð í flugvélar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flugvalla- og flugrekendur hafa þrjár vikur til að bregðast við breyttum aðstæðum og má búast við einhverjum töfum í flugverndarskimun meðan á aðlögun stendur.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið telur að áhrif þessara breyttu krafna kunna að verða einhver hér á landi, sérstaklega í ljósi þess að tilkynnt er um þær skömmu fyrir háannatíma flugumferðar um Keflavíkurflugvöll. Eru farþegar beðnir um að sýna þessu skilning en Isavia mun reyna að lágmarka tafir eftir fremsta megni.