Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæti orðið ónæði vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 9. maí 2023 kl. 09:52

Gæti orðið ónæði vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli

Framkvæmdir standa nú yfir við nýja akbraut sem tengir saman flughlað flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og flugbrautir á vellinum. Markmið nýrrar akbrautar er að auka öryggi flugbrautakerfisins með bættu flæði í komum og brottförum. 

Vegna þess hluta framkvæmdanna sem nú er í vinnslu þarf af loka núverandi akbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar á tveimur stöðum að hluta (N4 og E4). Það þýðir aukna notkun á braut 10 til brottfara og þannig gætu íbúar í Reykjanesbæ og nærliggjandi íbúðasvæði flugvallarins orðið fyrir einhverju ónæði vegna hávaða frá flugi. Verkinu á að ljúka seinni hluta maímánaðar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íbúum er bent á hljóðmælingakerfið á vef Isavia þar sem hægt er að koma athugasemdum á framfæri um ónæði vegna flugumferðar

https://www.isavia.is/fyrirtaekid/um-isavia/samfelag-og-umhverfi/umhverfi/hljod