Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæti orðið hálfdrættingur á við Holuhraunsgosið
Laugardagur 11. nóvember 2023 kl. 23:33

Gæti orðið hálfdrættingur á við Holuhraunsgosið

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Víkurfréttir að magn hrauns í því eldgosi sem nú er spáð við Grindavík gæti verið á bilinu 0,3 til 0,7 rúmkílómetrar. Það þýðir ca. hálfdrættingur á við Holuhraunsgosið sem var 2014 til 2015.

Líkön sem Veðurstofa Íslands vann sýna að umfang kvikugangsins við Grindavík er verulegt og kvika er að nálgast yfirborð. Gangurinn nær frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Kvikugangurinn er um 15 km langur og kvikan liggur á um 800 m dýpi þar sem hún er grynnst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það skal tekið fram að líkönin byggja á gervitunglagögnum sem eru um 12 klukkustunda gömul (þegar þessar upplýsingar voru gefnar út kl. 18:20) og því þarf að gera ráð fyrir að kvikan hafi færst nær yfirborði en 800 m. Út frá þessu má álykta að verulegar líkur eru á að kvika nái að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur eru einnig á að kvika geti komið upp á hafsbotni.

Mynd: Veðurstofa Íslands