Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæti hangið þurr á Þjóðhátíðardag
Laugardagur 17. júní 2006 kl. 11:14

Gæti hangið þurr á Þjóðhátíðardag

Klukkan 9 var suðvestanátt, víða 3-8 m/s. Suðvestanlands var rigning og súld, en skýjað með köflum annars staðar og rigning á stöku stað um landið norðanvert. Hiti var 7 til 15 stig, hlýjast á Austfjörðum.

 

Yfirlit
Yfir landinu er lægðardrag, sem þokast norðaustur, en austur af Scoresbysundi er minnkandi 999 mb lægð. Við suðvesturströnd Grænlands er lægðardrag sem hreyfist austur. Yfirlit gert 17.06.2006 kl. 09:08

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðvestan 3-8 m/s og dálítil rigning eða súld suðvestanlands, en styttir að mestu upp eftir hádegi og léttir þá til norðanlands og austan. Á morgun, sunnan 3-8 og þurrt framan af degi, víða léttskýjað um norðan- og austanvert landið en smárigning suðvestantil síðdegis. Hiti 8 til 17 stig að deginum, hlýjast austan til.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 3-8 m/s og súld með köflum, en hægari og þurrt að kalla eftir hádegi. Sunnan 3-8 á morgun og lítils háttar rigning eða súld þegar líður á daginn. Hiti 8 til 12 stig.

 

VF-mynd/Hilmar Bragi: Ekki er hægt að lofa því að veðrið verði jafn skaplegt og Þjóðhátíðardaginn 2004

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024