Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæta hagsmuna og öryggis nemenda við Myllubakkaskóla
Föstudagur 13. október 2023 kl. 11:28

Gæta hagsmuna og öryggis nemenda við Myllubakkaskóla

Aðgerðahópur foreldra nemenda við Myllubakkaskóla hefur sent frá sér formlegt erindisbréf til bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Oddvitar flokka í bæjarstjórn ásamt sviðsstjórum Reykjanesbæjar hafa einnig fengið afrit af þessu bréfi.

Aðgerðahópurinn hefur það hlutverk fyrst og fremst að gæta hagsmuna og öryggis nemenda við skólann. Það verður að horfa til þess að framvæmdaferlið, sökum myglunnar sem upp kom í skólanum, hefur tekið þrjú ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessi tími hefur haft mikil áhrif á nemendur, starfsfólk og ekki síst aðstandendur. Ljóst er að viðmið Aðalnámskrár grunnskóla hafa ekki verið uppfyllt á þessum árum vegna bæði aðstöðuleysis og skertrar kennslu.

Hópurinn hefur einnig áhyggjur af álaginu sem starfsfólk Myllubakkaskóla hefur starfað undir síðastliðin ár og telur mikilvægt að þau fái stuðning. Við þessu, ásamt fleiru, telur aðgerðrhópurinn mikilvægt að Reykjanesbær bregðist við, segir í tilkynningu frá aðgeraðhópnum.