Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæsluvarðhalds krafist yfir átta einstaklingum
Miðvikudagur 21. október 2009 kl. 12:51

Gæsluvarðhalds krafist yfir átta einstaklingum


Krafist verður áframhaldandi gæsluvarðhalds í dag yfir fimm Litháum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna mannsalsmálsins sem upp kom fyrir nokkrum dögum þegar kona frá Litháen kom hingað til lands og grunsemdir vöknuðu um að hún væri fórnarlamb mannsals. Þá mun verða lögð fram gæsluvarðhaldskrafa yfir þremur íslenskum karlmönnum sem taldið eru tengjast málinu. Krafist verður viku gæsluvarðhalds yfir öllum þessum aðilum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá lögreglu.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarna daga verið í umfangsmiklum aðgerðum vegna málsins og m.a. gert húsleitir á heimilum og í fyrirtækjum. Húsleitir voru gerðar á 6 stöðum í gær og ýmis gögn haldlögð til frekari rannsóknar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024