Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæsluvarðhalds krafist
Mánudagur 28. september 2009 kl. 11:07

Gæsluvarðhalds krafist


Gæsluvarðhalds verður krafist yfir konunni sem handtekin var í gær vegna hnífstungumálsins á Suðurgötu í Keflavík. Konan, sem er 22ja ára, bankaði upp á heimili fimm ára gamallar stúlku og stakk hana með eggvopni í brjóstið þegar hún kom til dyra.

Konan hefur verið í haldi lögreglu frá í gær og hefur verið yfirheyrð. Komið hefur fram í fjölmiðlum að hún hafi ætlað að hefna sín á foreldrum stúlkunnar. Þeir munu hafa kært konuna fyrir skemmdarverk á mótorhjóli.

Síðar í dag er búist við nánari upplýsingum frá lögreglunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024