Gæsluvarðhald framlengt
Gæsluvarðhald yfir þýskum manni, sem tekinn var rétt fyrir jól með 23.000 e-töflur í fórum sínum við komu til landsins, var í dag framlengt um sex vikur.
Þessi framlenging gæsluvarðhalds þykir nokkuð athyglisverð í ljósi þess að pólverji sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauðaslysi á Vesturgötu í Keflavík var eingöngu úrskurðaður í farbann þegar farið var fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir honum. Þar voru miklir rannsóknarhagsmunir í húfi þar sem hinum grunaða gafst þar með tækifæri til að samræma framburð sinn við vitni en hann hefur verið margsaga í málinu.
Mynd/elg: Rannsóknarhagsmunir er helsti mælikvarðinn við uppkvaðningu gæsluvarðhalds.
Þessi framlenging gæsluvarðhalds þykir nokkuð athyglisverð í ljósi þess að pólverji sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauðaslysi á Vesturgötu í Keflavík var eingöngu úrskurðaður í farbann þegar farið var fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir honum. Þar voru miklir rannsóknarhagsmunir í húfi þar sem hinum grunaða gafst þar með tækifæri til að samræma framburð sinn við vitni en hann hefur verið margsaga í málinu.
Mynd/elg: Rannsóknarhagsmunir er helsti mælikvarðinn við uppkvaðningu gæsluvarðhalds.