Gæsluvarðhald ákveðið í hádeginu
Tveir karlar og ein kona eru enn í haldi lögreglunnar í Keflavík eftir að hafa verið staðin að innbroti í heimahús í Vogum í gærmorgun. Þau voru leidd fyrir dómara í gær sem tók sér umhugsunarfrest til hádegis í dag um hvort úrskurða eigi fólkið í gæsluvarðhald.
Fólkið, sem eru á þrítugsaldri, er grunað um fjölda innbrota á Suðurnesjum, Akureyri og Reykjavík. Í bifreið þeirra fannst fundust m.a. fartölvur, skartgripir og peningar og er talið að um sé að ræða þýfi úr heimahúsum.