Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæslan skoðar hafsvæði við Garðskaga
Mánudagur 19. febrúar 2007 kl. 14:07

Gæslan skoðar hafsvæði við Garðskaga

Nú er verið að undirbúa það að Landhelgisgæslan skoði úr lofti hafsvæðið úti af Garðsskaga eftir að olíublautir sjófuglar fundust þar í hundraðatali um helgina.

Umhverfisstofnun er að gera ráðstafanir til að fanga fugl til rannsóknar en ljóst er að olía hefur ekki borist upp í fjörur.

Blaðamenn Víkurfrétta skoðuðu fjörur á Garðskaga í morgun og urðu ekki varir við olíu en olíublautir fuglar hafa verið fangaðir núna eftir hádegið.

Mynd: Flutningaskip og varðskip á Faxaflóa fyrir fáeinum dögum. Nú er varðskip á Flóanum og gert er ráð fyrir að flogið verði yfir Garðskaga í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024