Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæslan: Leggst ekki gegn flutningi til Keflavíkur
Sunnudagur 23. mars 2008 kl. 19:25

Gæslan: Leggst ekki gegn flutningi til Keflavíkur


Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir í kvöldfréttum RÚV brýnt að leysa húsnæðismál flugdeildar Gæslunnar. Ekki er pláss fyrir allar þyrlur Gæslunnar í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Landhelgisgæslan hefur yfir fjórum þyrlum að ráða og eru þær allar geymdar við Reykjavíkurflugvöll.

Bent hefur verið á kosti þess að hafa a.m.k. eina þyrlu annars staðar en á suðvesturhorni landsins. Georg Lárusson, segir að hvort sem starfsemi Gæslunnar verði áfram í Reykjavík eða flytjist til Keflavíkur væri gott ef ein þyrla yrði annars staðar og þá sem lengst frá suðvesturhorninu.

Georg Lárusson segir að fyrsta útkallsvél sé ávallt geymd í flugskýli Gæslunnar og því eigi þrengslin ekki að bitna á öryggi. Á næsta ári sé hins vegar von á nýrri eftirlitsflugvél og hún þurfi meira pláss en sú gamla. Ef hægt yrði að leysa plássleysið við Reykjavíkurflugvöll myndi henti ágætlega að vera þar áfram. Sá möguleiki hafi þó verið nefndur að flytja Gæsluna til Keflavíkur og muni Landhelgisgæslan ekki leggjast gegn því.
Dómsmálaráðherra sé nú með framtíðar staðsetningu Gæslunnar til skoðunar, segir í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Myndir: Að ofan má sjá TF-SYN setta inn í flugskýli á Keflavíkurflugvelli nú í vetur, en Landhelgisgæslan hafði aðstöðu í þessu flugskýli um nokkurt skeið. Að neðan má sjá þá byggingu sem „leynt og ljóst“ er frátekin fyrir starfsemi flugdeildar Landhelgisgæslunnar, komi hún til Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024