Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæsilegt félagsheimili Keflavíkur afhent
Laugardagur 4. september 2010 kl. 12:09

Gæsilegt félagsheimili Keflavíkur afhent


Nýtt og glæsilegt félagsheimili Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags var afhent í gær við hátíðlega athöfn. Nýja heimilið er viðbygging við Íþróttahús Keflavíkur við Sunnubraut en í leiðinni var húsið allt tekið í gegn en það var tekið í notkun fyrir þrjátíu árum síðan.

Verktakarnir, Hjalti Guðmundsson og synir afhentu Viðari Má Aðalsteinssyni frá Fasteign hf. lykilinn að húsinu en Fasteign hf. er eigandinn og leigir áfram Reykjanesbæ. Forráðamenn húss og félags, þeir Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður íþróttahúsa Reykjanesbæjar og Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur fengu svo sitt hvorn lykilinn frá Viðari.
Viðbyggingin hefur verið í byggingu síðustu tvö árin og átti að afhenda hana á síðasta ári en vegna kreppunnar tafðist verkið um eitt ár. Félagsheimilið er veglegt og stórt og þar fá allar deildir félagsins skrifstofuaðstöðu auk þess að hafa aðgang að góðum salarkynnum. Staðsetningin er mjög góð í svona mikilli nánd við íþróttahúsið og knattspyrnusvæðið.
Forráðamenn Keflavíkur voru mjög ánægðir en næsta verk hjá þeim er að flytja inn í félagsheimilið og verður svo formleg innflutningshátíð á afmæli félagsins innan mánaðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er óhætt að segja að Reykjanesbær geri vel við íþróttastarfsemina því fyrr í sumar var endurbættur knattspyrnuvöllur, nú einn sá flottasti á landinu, tekinn í notkun. Fyrr á þessu ári fékk Fimleikadeild Keflavíkur nýtt hús þar sem Akademían var til húsa og þá var einnig lokið við gerð áhorfendaaðstöðu við knattspyrnuvöll Njarðvíkinga.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhendinguna í gær. Á þeirri efstu afhenda Andrés og Guðmundur Hjaltasynir Viðari Má lyklana að húsinu.

Stór Keflavíkurmerkið sómir sér vel eins og sjá má.

Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur afhenti afmælisbók Keflavíkur við þetta tilefni.

Gunnar Þórarinsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Einar formaður Keflavíkur og Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður.

Einar útskýrði lögun og gerð hússins. Framundan er að koma fyrir húsgögnum og dóti.