Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gæsapartý í Njarðvík
Föstudagur 29. október 2004 kl. 17:28

Gæsapartý í Njarðvík

Mikið gæsafár var á Njarðvíkurvelli þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar þar að í dag.

Völlurinn var þéttsetinn af gæsum sem spígsporuðu um græna grundina og bitu gras í gríð og erg. Ekki eru þær miklir auðfúsugestir því túnin fara oft ansi illa af ágangi þeirra. Þá er af þeim óþrifnaður og má slá því föstu að skófatnaður þeirra sem leið eiga um völlinn verður eins og eftir langan spássértúr í Hljómskálagarðinum.

Annars hefur verið umtalsvert af gæsum á svæðinu undanfarnar vikur og er spurning hvort þeim finnist grasið vera grænna hér suður með sjó.

VF-mynd/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024