Gæludýragrafreitur í Reykjanesbæ
Fyrirhugað er að hefjast handa við að uppbyggingu gæludýragrafreits fyrir ofan Dalbyggð í Innri-Njarðvík. Jónas Helgi Eyjólfsson hefur haft veg og vanda að því að garðurinn verði tekinn í notkun enda segir hann að vöntun hafi verið á slíkri þjónustu hér á Suðurnesjum. „Fólk hefur verið að grafa dýrin sín hér og þar, en þarna er komin leið til þess að leysa málið með sómasamlegum hætti,“ sagði Jónas í samtali við Víkurfréttir en garðurinn er ætlaður fyrir hunda, ketti og gæludýr af öllu tagi.
Hugmyndin fæddist í Virkjun á Ásbrú þar sem Jónas starfar sem ráðgjafi. Þar eru svo einnig smíðaðar kistur sem ætlað er að jarða gæludýrin í og segir Jónas að hann hafi fengið afar jákvæð viðbrögð frá fólki. Líklega verður hafist handa við framkvæmdir í dag ef samþykktin gengur í gegn hjá bæjarráði Reykjanesbæjar og fyrstu dýrin verða jafnvel jarðsett eftir þjár vikur ef allt gengur að óskum. Á suðvesturhorninu er aðeins einn slíkur grafreitur en hann er staðsettur á Kjalarnesi að sögn Jónasar.