Gæfar álftir á Fitjum!
Mikill fjöldi álfta er nú við tjarnirnar á Fitjum í Njarðvík og er langt síðan síðast sást svona mikið af fugli á þessum slóðum. Álftirnar virðast hafa hópað sig saman á Fitjum þegar tók að kólna síðustu daga. Þá virðist fuglinn hafa fært sig um set og er nú kominn nær gömlu steypustöðinni en oft áður.Ljósmyndari Víkurfrétta komst í mikið návígi við álftahópinn í gærdag, en þær eru mjög gæfar og án efa talið okkar mann vera með eitthvað ætilegt í tösku sinni, annað en myndavélar, linsur og leifturljós.