Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

G-strengir og aðskotahlutir í öryggisviku á Keflavíkurflugvelli
G-strengur og fallegt hjarta sem fundust á flughlaði í öryggisvikunni. VF-myndir: HIlmar Bragi
Fimmtudagur 11. október 2018 kl. 09:51

G-strengir og aðskotahlutir í öryggisviku á Keflavíkurflugvelli

Isavia leggur ríka áherslu á öryggismál og að allt starfsfólk taki virkan þátt í að tryggja öryggi á vinnustaðnum. Til að efla þennan þátt var haldin Öryggisvika dagana 1.–5. október 2018. Í Öryggisvikunni var boðið uppá ýmsa viðburði til að efla þekkingu og vitund varðandi öryggismál.
 
Eitt af verkefnum sem starfsmenn fyrirtækja í flugþjónustu við Keflavíkurflugvöll sameinuðust um í vikunni var ganga um flughlöð og flugvélabrautir þar sem týndir voru upp aðskotahlutir en jafnvel smáir aðskotahlutir geta valdið miklu tjóni.
 
Kunnasta dæmið um slíkt er þegar Concorde-þota fórst eftir flugtak í Frakklandi árið 2000 en aðskotahlutur á flugbraut sprengdi hjólbarða sem síðan gerði gat á eldsneytistank og eldur braust út í vélinni við flugtakið.
 
Það var myndarlegur hópur sem tók þátt í hreinsunarverkefninu og það voru hreint ótrúlegustu hlutir sem fundust. Málmhlutir á flughlaði geta valdið skaða en g-strengir sem fundust eru ráðgáta, enda ekki ljóst hvernig fólk getur glatað undirfatnaði sínum á leiðinni út í flugvél.
 
 
Myndarlegur hópur starfsfólk við flugvöllinn sem tók þátt í hreinsunarverkefni þar sem leitað var aðskotahluta.
 

Plokkað á flughlaðinu.
 
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024