Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Fyrstu vendinámsverðlaunin afhent
  • Fyrstu vendinámsverðlaunin afhent
Föstudagur 5. maí 2017 kl. 11:48

Fyrstu vendinámsverðlaunin afhent

— Ívar Valbergsson er Flippari ársins

Á tíu ára afmæli Keilis veitti skólinn viðurkenningu fyrir þann kennara sem hefur skarað framúr í innleiðingu vendináms (flipped learning) og nýrra kennsluhátta. Viðurkenningin sem Flippari ársins féll í skaut Ívars Valbergssonar, kennara í vélstjórn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 
 
Jon Bergmann, einn af upphafsmönnum Flipped Learning í Bandaríkjunum, tilkynnti um valið á afmælishátíð Keilis í Andrews Theater á Ásbrú þann 4. maí 2017. Ívar hefur verið ötull talsmaður vendináms og er frumkvöðull í innleiðingu þeirra í verk- og iðnnámi ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu, og er hann verðugur handhafi þessarar viðurkenningar. 
 
Keilir mun framvegis veita þessa viðurkenningu árlega fyrir þá kennara og skólastofnanir sem hafa skarað framúr í innleiðingu vendináms í skólastarfi. 
 
Hér að neðan má sjá stutt myndband um Ívar Valbergsson, Flippara ársins 2017.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024