Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrstu vélar í loftið klukkan 15 frá Evrópu
Mánudagur 23. maí 2011 kl. 12:16

Fyrstu vélar í loftið klukkan 15 frá Evrópu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Iceland Express fer í loftið um leið og Keflavíkurflugvöllur verður opnaður, en gert er ráð fyrir að það verði með kvöldinu. Reiknað er með að fyrsta vél frá Evrópu lendi um klukkan 18:00 á Keflavíkurflugvelli og fyrsta vél Iceland Express fer samkvæmt því í loftið frá Keflavík um klukkan 19:00.

Áætlað er að flogið verði, til Kaupmannahafnar og London klukkan 19:00 og til Berlínar og Þrándheims sömuleiðis klukkan 19:00. Þá verður flogið til New York kl 21:00 í kvöld. Bætt verður við aukaflugi til London og Kaupmannahafnar.

Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með á heimasíðu félagsins Icelandexpress.is og á netinu, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.