Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrstu tæknifræðingarnir útskrifaðir frá Keili
Mánudagur 25. júní 2012 kl. 15:39

Fyrstu tæknifræðingarnir útskrifaðir frá Keili


Fyrsti hópur tæknifræðinga Keilis og Háskóla Íslands útskrifaðist laugardaginn 23. júní síðastliðinn, þegar 15 nemendur brautskráðust með BS gráðu í orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník hátæknifræði. Gestum gafst kostur á að kynna sér lokaverkefni nemenda í anddyri Andrews Theater á Ásbrú fyrir athöfnina.

Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands, veitti Burkna Pálssyni viðurkenningu fyrir lokaverkni sitt „Hreinsun á felldum kísli með rafdrætti,“ og Kristni Esmar Kristmundssyni fyrir lokaverkefnið „Maður fyrir borð“. Auk þess veitti Tæknifræðingafélag Íslands, Björg Árnadóttur viðurkenningu fyrir vinnu sína við rannsóknir á nýtingu hratvarma við upphitun jarðvegs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Róbert Unnþórsson hlaut viðurkenningu frá Keili fyrir námsárangur, en hann hlaut 9,04 í meðaleinkunn. Við útskriftina söng Sveinn Enok Jóhannsson við undirleik Einars Egilssonar.